Skip to product information
Double Latex Futon
1/2

Double Latex Futon

259.990 kr

Double Latex Futon dýnan samanstendur af 10cm bómullardýnu og 8cm latex kjarna sem einangrar hreyfingar á meðan bómullin aðlagar sig að líkamanum þínum. Dýnurnar eru handgerðar og fá einfaldleiki og lífrænt form hverrar dýnu að njóta sín sérstaklega vel.

Japanska orðið Futon (布団) er notað til að lýsa svefnplássi. Futon dýnur eru hefðbundnar japanskar rúmdýnur og eru mun þynnri en þær sem vestræn menning hefur vanist. Dýnurnar voru upprunalega eingöngu fylltar með bómull og/eða náttúrulegum trefjum sem gerði fólki kleyft að rúlla upp til geymslu yfir daginn og þar með nýta íbúðarrými á margvíslegan hátt.

Karup Design blandar saman hefðbundnum vinnubrögðum við vestræn áhrif og býður upp á nokkra valmöguleika eftir þörfum hvers og eins.

Futon dýnur eru einna helst notaðar ofan á Tatami strádýnurnar en saman skapa þær einstaka svefnupplifun.

Efni

Áklæði: 100% bómull.
Fylling: 8cm latex kjarni og 10cm bómullardýna.
Bómullardýna: blanda af 90-95% bómull og 5-10% pólýester.

Áklæði dýnunnar er úr 100% bómull og þolir ekki bleytu. Notið þurran klút til að þurrka bletti.

Stærð

140cm x 200cm x 18cm
160cm x 200cm x 18cm
180cm x 200cm x 18cm

Um vörumerkið

Danska húsgagnafyrirtækið Karup Design var stofnað árið 1972 og sérhæfir sig í hönnun fjölnota húsgagna sem hámarka plássnýtingu á stílhreinan hátt. Vörumerkið hefur frá upphafi sótt hugmyndir í hefðbundnar japanskar svefnlausnir og fagurfræði í bland við skandinavísk áhrif.

Fleiri vörur

Matreiðslubókin Fræ

Fræ hefur að geyma rúmlega hundrað fjölbreyttar uppskriftir að gómsætum réttum úr plönturíkinu. Uppskriftirnar á síðum bókarinnar eiga það sameiginlegt að vera litríkar og bragðmiklar og það er á allra færi að reiða þær fram.