Skip to product information
Merge Rúmbotn Natural Raw
1/3

Merge Rúmbotn Natural Raw

209.990 kr

Merge rúmbotninn frá Karup Design gefur fljótandi útlit með hreinum línum og fallegri bókahillu við rúmstokkinn. Merge er hannað af Says Who og sameinar einfaldleika og hagnýtar lausnir. 

Allar dýnur í viðeigandi stærð passa í alla rúmbotna frá Karup. Framleitt í Evrópu. 

Efni

Allur viður sem notaður er í húsgögnin frá Karup Design er FSC® vottaður (Forest Stewardship Council®). Vottunin tryggir sjálfbæra skógrækt þar sem aldrei eru hogginn fleiri tré en skógurinn ræður við hverju sinni. Vottunin tryggir einnig mannúðleg vinnubrögð þegar kemur að starfsfólki og dýrum. Karup notar við frá Eistlandi, Finnlandi og Svíþjóð og viðurinn er rekjanlegur í gegnum FSC® númer hverrar vöru.

Hnútarnir í Furunni eru einstök einkenni hvers húsgagns fyrir sig. Engin tvö húsgögn líta eins út og búast má við náttúrulegum breytingum á viðnum með tímanum þegar kemur að sólarljósi, loftslagi og raka.

Stærð

140cm
Breidd 144cm
Lengd 227cm
Hæð 32,5cm
Fætur 10cm

160cm
Breidd 164cm
Lengd 227cm
Hæð 32,5cm
Fætur 10cm

180cm

Breidd 184cm

Lengd 227cm
Hæð 32,5cm
Fætur 10cm

Um vörumerkið

Danska húsgagnafyrirtækið Karup Design var stofnað árið 1972 og sérhæfir sig í hönnun fjölnota húsgagna sem hámarka plássnýtingu á stílhreinan hátt. Vörumerkið hefur frá upphafi sótt hugmyndir í hefðbundnar japanskar svefnlausnir og fagurfræði í bland við skandinavísk áhrif.

Fleiri vörur

Matreiðslubókin Fræ

Fræ hefur að geyma rúmlega hundrað fjölbreyttar uppskriftir að gómsætum réttum úr plönturíkinu. Uppskriftirnar á síðum bókarinnar eiga það sameiginlegt að vera litríkar og bragðmiklar og það er á allra færi að reiða þær fram.