Skip to product information
Tatami Dýna
1/3

Tatami Dýna

49.990 kr

Tatami (畳) strádýnurnurnar hafa verið notaðar í aldaraðir sem gólfefni á japönskum heimilum, til dæmis í svefnrými undir Futon rúmdýnur. Tatami andar vel og veitir stöðugan grunn undir Futon rúmdýnuna ásamt örlítilli dempun fyrir lífrænt form og eðli dýnunnar.

Karup Design framleiðir hágæða strádýnur eftir hefðbundnum japönskum stíl en hrísgrjónastráin eru þekkt fyrir að vera náttúrulegt og umhverfisvænt efni ásamt því að vera einstaklega endingargott.

Efni

Hrísgrjónastrá. Framleitt í Kína eftir Japanskri hefð.

Stærð

70cm x 200cm x 5cm
80cm x 200cm x 5cm
90cm x 200cm x 5cm
100cm x 200cm x 5cm

Um vörumerkið

Danska húsgagnafyrirtækið Karup Design var stofnað árið 1972 og sérhæfir sig í hönnun fjölnota húsgagna sem hámarka plássnýtingu á stílhreinan hátt. Vörumerkið hefur frá upphafi sótt hugmyndir í hefðbundnar japanskar svefnlausnir og fagurfræði í bland við skandinavísk áhrif.

Fleiri vörur

Matreiðslubókin Fræ

Fræ hefur að geyma rúmlega hundrað fjölbreyttar uppskriftir að gómsætum réttum úr plönturíkinu. Uppskriftirnar á síðum bókarinnar eiga það sameiginlegt að vera litríkar og bragðmiklar og það er á allra færi að reiða þær fram.